Heim

Meðferðin

Rayoscan

Hvað er Lífómun

Bækur og rit
Hlekkir

Rafsegulmengun

Hlekkir

Greinar

Bækur og rit

Jarðsvið

Vitalis ehf

Om

Video kynningar

 

Lífómun er:

Lífómun er íslenskt heiti á meðferðarfræði sem á ensku kallast Bioresonance Medicine og á þýsku Bioresonanz Schwingungstechnik. Þessi tækni er í boði hjá Vitalis ehf. Hér er um að ræða milda og áhrifaríka meðferð við hverskonar heilsusleni og kvillum. Þessi meðferðarfræði hefur einnig gengið undir heitinu lífsveiflutækni, raflækningar eða tíðnilækningar. Aðferðarfræðin byggir á því að tengja viðskiptavininn við fullkominn tölvustýrðan tækjabúnað og meðferðaraðili fer síðan í gegn um ákveðna ferla til að tíðnigreina og gefa meðferð. Meðferðin hefur reynst vel við til dæmis:  Gigt, vefjagigt og liðagigt, depurð, óþoli hverskonar, migreni, meltingaróreglu, síþreytu og svo mætti lengi telja.

Þetta kerfi byggir á "Bioresonance by Paul Schmidt" og tækjabúnaði frá Rayonex. Þessi búnaður hefur reynst frábærlega vel. Í Þýskalandi eru t.d. rúmlega sex þúsund meðferðaraðilar sem nota Rayonex tæknina. Tækjabúnaður Rayonex er mjög vandaður og m.a.  vottaður sem búnaður til lækninga í flokki aII. Tvíblindar rannsóknir framkvæmdar af Fraunhofer stofnuninni í Þýskalandi staðfesta virkni tækninnar. Jafnframt hefur rannsóknarstofan Dartsch Scientiffic gert ítarlega rannsókn á virkni stakrar tíðni og sýnir allt að 48% aukna virkni á frumum sem græða sár. Rannsóknina má hala niður hér.
Rannsóknum er haldið áfram og er Paul Schmidt Academy leiðandi en rekur jafnramt tvö sjúkrahús í Þýskalandi þar sem læknar og Rayonex meðferðaraðilar vinna saman.
Allan þann tíma sem þessi tækni hefur verið notuð hafa aldrei borist vísbendingar um neikvæðar aukaverkanir.

Sérfræðingar Rayonex telja að allt að 80% sjúkdóma megi rekja til mataræðis og að sýrustigs líkamans sé of lágt (líkaminn er þá of súr). Hugsanleg orsök þess að frátöldu mataræði getur verið viðvera í, og áreyti frá rafgeislun eða jarðlægum streitusvæðum. Grundvallaratriði til að ná heilsu er að losa sig við slík áreiti í umhverfinu og gæta þess að sýrustig líkamans sé rétt, gæta að vönduðu mataræði og nota réttu bætiefnin. Þetta er allt saman vel framkvæmanlegt en krefst þekkingar og leitar. Með Rayonex tækninni er hægt að greina hvort viðskiptavinur er útsettur fyrir rafmengun eða jarðlæg streitusvæði í sínu daglega lífi og aðstoða við að ná sér á réttan kjöl.

 Framkvæmd meðferðar.

Meðferðarþegi situr og lætur fara vel um sig í mjúkum stól. Hann er tengdur lífsveiflutækinu með leiðslum ýmist gegnum armbönd, hálsband og fótplötur eða með teppi undir sér. Mikilvægt er að meðferðarþegi sé klæddur bómullar- eða ullarfötum. Sem minnst af gerviefnum. Meðferð hefst oftast á tíðnigreiningu sem leiðir til meðferðar. Meðferðarþegi getur lesið eða slakað á meðan. Sjá nánar.

Einnig er boðið upp á tíðnirófsgreiningu með nýrri og byltingarkenndri aðferðarfræði sem byggir á tíðnirófsgreiningu með aðstoð hjartalínurita. Sjá nánar.

Hægt er að framkvæma tíðnigreiningu með þvag- eða munnvatnssýni. Best er að taka sýni strax að morgni og setja í glerílát og loka því vandlega, og vefja álpappír utan um það. Þegar meðferðaraðili hefur gert tíðnigreiningu er hægt að áætla meðferð , annaðhvort fá viðkomandi í heimsókn eða meðferðaraðili útbýr remedíu úr hentugum tíðnibera. Remedíur eru oftast töflur úr mjólkursykri eða sykurkúlur. Meðferðarþegi getur tekið þessa remedíu inn með því að setja eina pillu í lok pilluöskju og setja undir tunguna. Það er gjarnan endurtekið tvisvar til þrisvar á dag.

Dýr er hægt að tíðnigreina á sama hátt og menn. Þá eru notuð þar til gerð bönd eða teppi eða tekið strokusýni úr munni eða nös. Hægt er að gefa meðferð á sama hátt og með mannfólkið, annaðhvort í formi remedíu eða staðbundinnar meðferðar.

Fyrirvari

Það skal tekið fram að almenn læknavísindi hafa hingað til ekki samþykkt né viðurkennt lífsveiflutæknina. Það er líka nauðsynlegt að benda á það að notkun lífsveiflutækni getur ekki komið í stað viðtals við læknir, græðara eða aðra þá sem vinna við og hafa viðurkennda menntun á sviði lækninga, hefðbundinna eða óhefðbundinna. 

vitalis@vitalis.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

vitalis@vitalis.is - vgv