Heim

Meðferðin

Rayoscan

Lífómun

Bækur og rit

Hlekkir

Rafsegulmengun

Hlekkir

Greinar

Bækur og rit

Jarðsvið

Vitalis ehf

Rayoscan - tíðniskimun með aðstoð hjartalínurita


Allt frá upphafi Rayonex tækninnar hafa
meðferðaraðilar notast við greiningu með
aðferðarfræði sem kallast RayoscanRadiesthesia. Það er
óhefðbundin leið til að greina tíðnir og leita samsvörunar.


Rayonex þróaði snemma sérstaka leið til tíðnigreiningar sem kallast „Mental Radiesthesia“. Þessi aðferð virkar svo vel að fleiri þúsund meðferðaraðila um allan heim notar hana með góðum árangri. Þar á meðal eru læknar og svokallaðir „heilpraktikerar“ sem eru að ná mjög góðum árangri.


Þetta er aðferðarfræði sem litin er hornauga á vesturlöndum og þykir kuklkennd. Sérfræðingar og tæknimenn Rayonex hafa leitað leiða til að þróa vísindalegri nálgun og í maí 2014 kom á markaðinn bylting í tíðniskimun sem kallast Rayoscan.


Með því að líma fjóra tengifleti á líkamann og tengja við Rayoscan vélina má gera tíðnirófsgreiningu á innan við 15 mínútum. Þá kemur í ljós hvaða tíðnir í tíðnirófi líkamans eru of lágar í styrk. Með því að bera niðurstöðuna saman við gagnagrunn má fá fram hvar veikleikar liggja. Þá er gefin fyrsta meðferð út frá þessari lesningu og metin þörfin á áframhaldi. Ef þörf er á frekari meðferð þá getur tækið lagt upp hvað þarf að gera og prentað niðurstöður út.


Það tók nokkur ár að þróa þessa tækni en með styrk frá Þýska ríkinu og aðstoð frá háskóla í Frankfurt tókst að leysa þrautina. Það var ekki einfalt að þróa reikniaðferðina til að lesa úr hjartapúlsunum. Vélin þarf að taka hvern einasta púls í 15 mínútur og reikna út frá halla og styrk púlsana hvernig tíðniróf líkamans stendur.
Þessi aðferð er stórt framfaraskref í lífsveiflutækni og sennilega ein stærsta byltingin frá því að fyrsta lífsveiflutækið kom á markaðinn.

 

 

 

vitalis@vitalis.is - vgv