Hvað er þetta?

Ómað til heilsu er sprottið af reynslu og vinnu með tækni sem kallast Bioresonance Therapy

by Paul Schmidt. Tækjabúnaður er frá Rayonex. Á íslensku kallast það lífómun eða

lífsveiflutækni. Þetta er óhefðbundin meðferðartækni en byggir á 30 ára reynslu og góðum

árangri.

Í lífsveiflutækninni eru gefin dauf rafboð á ákveðnum tíðnum, allt eftir þörfum hvers og eins.

Að fenginni reynslu er því ekki hægt annað en draga þá ályktun að hvaðan sem rafboð berist

geti þau haft jákvæð áhrif.

Allar lífverur senda frá sér dauf rafboð og má þá nefna helstu uppsprettur eins og hjartað og

heila. Þessi rafboð er hægt að mæla. Mjög líklega geta rafboð frá einni manneskju haft

jákvæð áhrif á nærstadda manneskju.  Einnig virðist sem sum rafboð geti haft neikvæð áhrif.

Tíðnin skiptir máli. Í Bioresonance by Paul Schmidt hafa fundist tíðnir sem stafa frá

ákveðnum líffærum og lífkerfum. Í þeim tilfellum þar sem þessi rafboð vantar er líklegt að

heilsubrestur sé til staðar eða yfirvofandi.

Þegar röddinni er beitt til að óma, eins og þekkt er t.d. í jóga þá titra þau og titringurinn leiðir

um líkamann. Allar frumur líkamans eru rafhlaðnar vegna efnaskiptaferla og þegar þær titra

vegna tilkomu hljóða þá myndast sáradaufar rafbylgjur.

Þessar bylgjur smjúga um allan líkamann og geta haft heilandi áhrif eins og gerist í

lífsveiflutækninni. Ef nota á þessi rafboð í markvissum tilgangi er nauðsynlegt að huga að því

að óma á réttri tíðni.

Röddin hefur ákveðinn grunntón en hverjum grunntóni fylgir haf af sveiflum, svokölluðum

yfirsveiflum. Engin mannsrödd vinnur á einum tóni heldur eru þeir hafsjór af tíðnum

Á næstu síðu eru 7 tónar sem grundvallaðir eru á tíðnirófi Paul Schmid. Það skal tekið fram

að ekki er vitað hvort þessar tíðnir geti haft nokkur áhrif í formi hljóðs en það sakar ekki að

reyna.

Til að ná þessum tónum vel innan raddsviðs hvers einstaklings er sumstaðar byggt á

forsendum áttunda. Hæsta tíðnin er svo há að bara æfðar sópransöngkonur myndu ná

henni. Þessi í stað er treyst á áttundir eða svokallaða yfirtóna. Þegar röddinni er beitt flæðir

mikið af yfirtónum sem mynda þá einnig æskilegar tíðnir.

Dragið djúpt andann og þenjið magann út. Kveikið á þeirri tíðni sem þið viljið prófa og ómið í

sömu tónhæð eins lengi og loftið leyfir. Endurtakið þrisvar sinnum.

Gangi ykkur vel.

© Valdemar G Valdemarsson 2017