Heim

Meðferðin

Rayoscan

Hvað er Lífómun

Bækur og rit

Hlekkir

Rafsegulmengun

Hlekkir

Greinar

Bækur og rit

Jarðsvið

Vitalis ehf

Rafgeislun - rafsegulsvið, rafsvið, útvarpsbylgjur

Hvað er rafsegulmengun? Rafsegulmengun er geislun búin til af mannavöldum. Þetta er svið sem myndast við rafmagnsleiðara og þegar talað er um rafmengun er það alltaf rafstraumur sem skiptir stöðugt um stefnu. Þá er talað um riðstraum. Þetta á ekki við um rafmagn sem kallast jafnstraumur því það gefur frá sér segulsvið sem heldur stöðugt sömu pólun. Segulsvið jarðar og aðrir stöðuseglar hafa fastan norðurpól og fastan suðurpól. Rafmagn sem notað er til fjarskipta og húsarafmagn hefur þann eiginleika að skipta um stefnu svo og svo oft á sekúndu. Húsarafmagn skiptir um stefnu eitt hundrað sinnum á sekúndu og myndast þanni 50 riða sveifla. Þetta gerist einnig í fjarskiptum og er til dæmis geislun frá langbylgju útvarpssendir með 100.000 riða sveiflu. Í þráðlausum netkerfum er samskonar sveifla nema hvað tíðnin er mun hærri eða 2.400.000.000 sveiflur. Svona rafsegulbylgjur, með fasta sveiflutíðni þekkist ekki í náttúrunni og hefur lífríki jarðar aldrei áður verið útsett fyrir slíka geislun. Náttúran hefur sína geislun sem er að mestu frá sólinni sem eru óreglulegar tíðni og mynda það sem fræðimenn kalla suð. Styrkur þess er mjög daufur og hafa vísindamenn sagt að í dag erum við útsett fyrir rafsegulbylgjur sem eru 1.000.000.000 sínnum sterkari en forfeður okkar bjuggu við.

vgv@simnet.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

vitalis@vitalis.is - vgv